Aðskiljum ríki og kirkju

Ég veit að sumt fólk talar við presta sem rukka ekki fyrir viðtölin. Ég veit líka að sumt fólk vill tala við sálfræðinga eða geðlækna en hefur ekki efni á því. Þjónar kirkjunnar eru tengdir trú á tiltekinn guð og ekki vilja allir sáluhjálparleitendur fara til þeirra.

Af hverju aðskiljum við ekki bara ríki og kirkju og látum prestana sýna að eftirspurn eftir þeirra þjónustu sé meiri en þjónustu hinna sálusorgaranna?

Ég hef verið þessarar skoðunar lengi, sagði mig úr kirkjunni fyrir óralöngu vegna ógeðfelldra mála sumra prestanna og finnst tímabært að kirkjan hætti að fá 5 milljarða á ári á fjárlögum. Og nú kemur á daginn að sumir prestar fá sérstakar greiðslur fyrir verkin sín!

Mér finnst þetta jafn undarlegt og að veita opinberum starfsmönnum fálkaorðuna fyrir að sinna vinnunni. Mér finnst að fálkaorðuna eigi að veita sparlega og þá aðeins þeim sem hafa ómakað sig í þágu almennings eða þeirra sem eiga um sárt að binda í sínum eigin frítíma.

Ég væri næstum til í að ganga í SUS til að tala fyrir þessu sjónarmiði af því að þar er stemning fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband