Nýr vefur RÚV

Ég er af línulegu kynslóðinni (óháð aldri í þessu tilfelli) og vil horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp, ekki síst fréttir og fréttatengt efni. Nú skilst mér af fjölmiðlanördasíðu á Facebook að breytingin sem var gerð á vef RÚV á fimmtudaginn snúist um að gera skriflegar fréttir aðgengilegri í snjalltækjum

Mér finnst ofsalega skrýtið að þetta hafi ekki verið kynnt á RÚV með einu aukateknu orði. Ég nota vefinn til að varpa sjónvarpsdagskránni upp á sjónvarpsskjá og allt í einu greip ég bara í stillimynd þegar ég ætlaði að skoða dagskrána. Smellunum sem ég þarf að fara í gegnum núna á minni vegferð hefur fjölgað og mér finnst nýja leiðin óskilvirkari en sú sem var fyrir. Ég mun auðvitað aðlagast þessu, aðlögunarhæfnin er ómæld, en ég er ekki ánægð með þetta aukna flækjustig sem RÚV hafði ekki einu sinni fyrir því að kynna fyrir mér. Og það er skylduáskrift.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband