Hvar er snjallvæðing umferðarljósanna?

Í mörg ár hefur verið talað um að tímabært sé að stýra umferðarljósum eftir umferð, þ.e. ef umferð er lítil fylgi ljósin henni en ekki öfugt. Þingmaður spurði ráðherra um þetta í vikunni og sagðist orðin leið á að bíða í bílnum sínum á rauðu ljósi þótt engin umferð væri. Ég lendi hins vegar ítrekað í þessu á hjólinu mínu og sums staðar þarf ég meira að segja að ýta á gönguhnappinn til að fá grænt þótt ljósið breytist sjálfkrafa fyrir bílana.

Ég tek því undir með þingmanninum og óska mjög eindregið eftir snjallvæðingu umferðarljósanna. Er það ekki bæði einfalt og fljótlegt á tækniöld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband