Hvatalaunakerfi Skattsins

Ég hlustaði á mjög merkilegt viðtal við ríkisskattstjóra í gær. Hann var spurður út í það sem þáttastjórnendur kölluðu bónuskerfi í launum og hann fór allur í vörn. Yfir fjögurra ára tímabil hafa verið greiddar út 260 milljónir, en hversu margir milljarðar hafa innheimst? Ég er búin að lesa marga dóma þar sem menn hafa verið sakfelldir fyrir að hafa innheimt virðisaukaskatt og ekki staðið skil á honum og ef starfsmenn Skattsins þurfa hvatakerfi til að finna skattsvikara, þá það. Kannski eru grunnlaunin lág og kannski þýðir þetta mikla aukavinnu.

En, guð minn góður, hvað póstarnir frá starfsmönnum Skattsins eru langir og vitlausir. Ef ég sem ponsulítill verktaki skil ekki eina blaðsíðu á íslensku fullyrði ég að eitthvað sé vitlaust í þeim bréfum. Og þau eru send með landgöngupóstinum frá Vestmannaeyjum, að því er virðist, sem eykur ekki skilvirknina. Ég hef svarað með tölvupósti en aftur fengið löturpóst til baka. Og mistökin sem Skatturinn var að leiðrétta stöfuðu frá fyrrum vinnuveitanda mínum en ekki mér! 

Kannski var ríkisskattstjóri í vörn af því að hann veit að kerfið er lélegt en hann var ekki spurður um það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband