Föstudagur, 27. júlí 2007
Sleifarlag tryggingafyrirtækja
Ég seldi bílinn minn í febrúar á þessu ári en vissra hluta vegna gekk ég ekki eftir endurgreiðslu tryggingarinnar fyrr en í dag. Ég fannst á augabragði í tölvukerfinu og það með að ég ætti inni hjá þeim ríflega 50 þúsund krónur - sem ég hefði aldrei fengið sjálfkrafa. Það væri gaman að heyra einhvern tímann að tryggingafélag léti undir höfuð leggjast að ganga eftir greiðslum til sjálfs sín.
Athugasemdir
ég fékk ofgreiddar tryggingar endurgreiddar sjálfkrafa frá mínu tryggingafyrirtæki þegar ég seldi bílinn minn forðum...
Elísabet (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:09
Ég hef oft átt í bílaviðskiptum og það hefur alltaf komið sjálfkrafa leiðrétting á tryggingum. Siðast á mánudag þá skipti ég um bíl og fékk og á föstudag fékk ég til baka það sem ég hafði borgað og mikið af gamla bílnum. Eitt sinn lenti ég í umferðaróhappi og eftir sex mánuði þá hafði tryggingafélagið samband við mig á fyrrabragði og spurði hvort ég ætlaði ekki að sækja þær bætur sem ég á rétt á frá þeim, þetta kom mér mjög á óvart og átti ekki von á þessu. Svo það er spurning Berglind hvort þú sért að skipta við rétt tryggingafélag.
Þórður Ingi Bjarnason, 28.7.2007 kl. 14:01
Nei, það er deginum ljósara að Vörður missir af öllum framtíðarviðskiptum við mig. Áður var ég hjá Tryggingamiðstöðinni en átti hvorki rétt á endurgreiðslu né bótum en skipti af greiðasemi við bróður minn. Elísabet, ertu hjá Elísabetu ...?
Berglind Steinsdóttir, 28.7.2007 kl. 15:56
neibb, er ekki hjá elísabetu... enda ekki að borga neinar bílatryggingar þessa dagana.
Elísabet (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 13:27
Nei, hvernig læt ég - en værirðu hjá Elísabetu ...?
Berglind Steinsdóttir, 29.7.2007 kl. 15:26
hugsanlega... en líklegast myndi maður bara bæta þessu í tryggingasúpuna sem maður hefur þegar hjá Sjóvá. Það er einfaldast en ég myndi nú reyna að skoða hver býður best.
Elísabet (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.