Föstudagur, 27. júní 2008
Muna menn eftir endurskoðunarákvæðinu frá 2004?
Íbúðalán (sumra) bankanna með 4,15% vöxtum sem sett voru í umferð 2004 eru með ákvæði um endurskoðun eftir fimm ár. Fimm árin eru liðin á næsta ári. Hvað verður þá um þau lán? Verða vextirnir hækkaðir eins og heimild er fyrir?
Hvert er smáa letrið í þessum kafla?
Kannski þarf ég ekki að hafa áhyggjur af að fólki finnist þessi öngull fýsilegur, 6,05% eru ekki lágir vextir þegar verðbólgunni hefur verið bætt við.
![]() |
Kaupþing lækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að fólk sé meðvitað um þessa staðreynd!
Þess vegna er mjög mikilvægt að stimpilgjöld verði aflögð fyrir næsta ár, þannig að fólk geti tekið ný lán án þess að borga stimpilgjöld.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2008 kl. 22:42
Það er líklega rétt hjá þér. Ég er bara svo mikill efasemdarmaður eftir að hafa séð fólk ana út í ógöngur í boði bankanna.
Berglind Steinsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:46
Mjög góður punktur sem hissa á að ekki séð meira fjallað um og er alls ekki viss um að allir meðvitaðir um þetta. En ég held við getum verið nokkuð viss um að vextirnir verða hækkaðir til samræmis við það sem verða markaðsvextir þegar þar að kemur, og það er mjög líklegt til að vera umtalsvert hærri en þeir voru árið 2004. Þetta mun koma illa við mjög marga, og ofan á mikla hækkun höfuðstóls vegna verðtryggingar.
Hversu auðvelt verður fyrir fólk að taka ný lán skal ég ekki segja, a.m.k. ólíklegt að á sömu kjörum og fyrir. Held að fólk verði að vera viðbúið að enn stærri hluti af ráðstöfunartekjum heimilana muni fara í þennan lið í framtíðinni.
ASE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 23:15
Glitnir var með endurskoðunarákvæði á sínum íbúðalánum. Landsbankinn bauð upp á báðar tegundir en Kaupþing var bara með fasta vexti út líftíma lánanna.
Held þetta verði algert PR fiasco hjá Glitni þegar þeir hækka vextina og að þeir eigi eftir að tapa miklum viðskiptum á þessu.
Maelstrom, 28.6.2008 kl. 10:36
Ég á mjög andstyggilega minningu frá árinu 2006 um tilboð sem ég gerði í íbúð sem á hvíldi hagstætt lán frá Kaupþingi. Sá hængur var þó á að ef ég ætlaði að yfirtaka lánið með 4,15% vöxtum yrði ég að verða viðskiptavinur Kaupþings, þ.e. ég varð að gera tvennt af þrennu: stofna launareikning, fá mér greiðslukort og/eða fá mér viðbótarlífeyrissparnað. Ef ég ætlaði að yfirtaka lánið án þess að gera tvennt af þessu hækkuðu vextirnir í 6,1%. Það kann að vera að Kaupþing ætli að leyfa viðskiptavinum sínum sem ekki selja eignirnar að borga áfram 4,15% vexti en það á ekki við ef eigendaskipti verða. Fólk hefur verið átthagabundið.
En ég trúi að fólk verði betur á varðbergi núna.
Berglind Steinsdóttir, 28.6.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.