Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 21. desember 2020
Sænskt töfraraunsæi
Sænska bíómyndin Dásamleg helvítis jól var sýnd í línulegri dagskrá á föstudaginn. Ég var - ótrúlegt nokk - upptekin þá en mér var ráðlagt svo eindregið að horfa á hana að ég horfði á hana í gær! Og ég hló með látum og andköfum þannig að ég skora á þá sem hafa gaman af sænskum öfgahúmor að hafa hraðar hendur því að hún er bara í spilaranum fram á jóladag.
Smáa letrið: Auðvitað er sumt svolítið eins og sænsku uppgjörsmyndirnar en klisjurnar eru svo vel gerðar að ég sé fram á að hlæja alveg fram að jólum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. desember 2020
Bóluefni tefst
Í vor og sumar reiknuðum við ekki með bóluefni á árinu. Þórólfur margsvaraði spurningum með því að margir óvissuþættir gætu breytt plönum. Einhverjir hópar hafa verið á hlutabótum undanfarið vegna efnahagsvanda og atvinnumissis. Ekki aðeins sá hópur verður fyrir skerðingu, heldur líka launafólk sem heldur launum sínum að nafninu til en borgar hærra matarverð. Öll erum við skattlögð meira en við vorum og næsta kynslóð blæðir líka vegna allra lánanna sem hafa verið tekin.
Við ættum öll að vera í þessu saman.
Sumir vilja ekki einu sinni bólusetningu. Er ekki alveg öruggt að sá hópur ber sig ekkert illa núna?
Það besta sem ég get gert er að anda í kviðinn og treysta vísindamönnunum. Mín plön fokkuðust rækilega upp út af Covid en ég get ekkert gert við því. Þess vegna er mantran mín: Ég hef það gott, en það er auðvitað val sem við höfum, að gera gott úr hlutunum.
Ég skil að algjört tekjufall og miklar fjárhagsskuldbindingar valdi meiri streitu. Hvað ætli sá hópur sé stór?
Ég minni aftur á spænsku veikina sem lagði fólk unnvörpum í gröfina fyrir 102 árum vegna þess að sjúkdómurinn smitaðist svo auðveldlega og var skeinuhættur. Nú erum við upplýstari og þurfum ekki að stráfalla og ekki heldur að benda endalaust fingri á einhver yfirvöld.
Bóluefnið kemur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. desember 2020
Fæðingarorlof
Ég man þegar fæðingarorlof tók risastökk á Íslandi árið 2000. Tvö markmið voru þar í öndvegi, að barnið fengi að tengjast bæði föður og móður og að stuðla á jafnrétti á vinnumarkaði, eða eins og segir í markmiðsgrein:
Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir við báða foreldra.
Þá er lögum þessum ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Fæðingarorlofssjóður var hins vegar ekki fjármagnaður sem skyldi og á næstu árum þurfti að gera lagfæringar á lögunum.
Nú er verið að lengja fæðingarorlofið úr 10 mánuðum í 12 en þingmenn eru ekki á einu máli um hvernig eigi að skipta þeim á milli foreldra, eða hvort yfirleitt. Ég skil alveg að menn sveiflist á milli en mér finnst mikilvægt að feður hafi sjálfstæðan rétt til góðs fæðingarorlofs, bæði barnsins vegna og vegna stöðu vinnumarkaðar.
Konur eru á lægri launum en karlar og ef skrefið stóra og góða hefði ekki verið stigið árið 2000 er viðbúið að launabilið væri meira og staða kvenna á vinnumarkaði lélegri.
Ég styð 6-6 vegna þess að það er framtíðin. Hins vegar finnst mér að allt fólk í lífinu eigi að hafa mannsæmandi laun. Launin eru nefnilega aðalrök þeirra sem vilja að konur séu heima í heilt ár með nýfædda barnið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. desember 2020
Arion
Í Kjarnanum var birt í gær:
Þeir stjórnendur og það starfsfólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bankans mun geta fengið allt að 25 prósent af föstum árslaunum í kaupaukagreiðslu, en þá í formi hlutabréfa í bankanum sem verða ekki laus til ráðstöfunar fyrr en að þremur árum liðnum.
Það fólk er með mun hærri laun en venjulegt starfsfólk bankans. Mánaðarlaun Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka, voru til að mynda 4,7 milljónir króna á mánuði í fyrra.
...
Þegar uppgjör þriðja ársfjórðungs Arion banka var birt í október síðastliðnum var haft eftir Benedikt í tilkynningu að bankinn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt væri að ávaxta í takt við eigin markmið. Frá áramótum og til loka septembermánaðar jókst eiginfjárgrunnur samstæðunnar um tæpa 30 milljarða. Eiginfjárhlutfall hans var 27,6 prósent í lok september 2020.
Þá finnst mér skjóta skökku við að ávöxtun á bundið sparifé lækki um 25% (úr 0,6% í 0,45%, sem sagt um fjórðung) og að það skuli vera gert án svo mikið sem tilkynningar í heimabanka.
Og í fréttinni stendur enn fremur:
Samkvæmt uppgjörinu nam hagnaður bankans tæpum fjórum milljörðum króna á nýliðnum ársfjórðungi, sem var fimm sinnum meiri en afkoma bankans á sama tímabili í fyrra. Tekjur uxu og kostnaður lækkaði, en samkvæmt bankanum spiluðu skipulagsbreytingar sem framkvæmdar voru í fyrra miklu máli þar.
Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 6,2 prósent milli ára, en bankinn hefur einnig aukið útlán til heimila í kjölfar mikilla vaxtalækkana Seðlabankans í vor. Lánabók bankans hækkaði um sjö prósent frá áramótum, auk þess sem bankinn jók vaxtamun sinn.
Skipulagsbreytingar?
Ég sé bara 2007 dingla með jólakúlunum og mér líst ekki á. Ég gæti vel sætt mig við lága vexti á sparifé fólks ef hér væri stöðugleiki og útlánsvextir í einhverju samræmi við innlánsvexti, en ég er með reikning sem gefur 0,05% innlánsvexti en útlánsvextir eru 3,84% og það er langt frá því svæsnasta sem ég hef séð.
Var einhver flokkur á þingi sem ætlaði að beita sér í þessum efnum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. desember 2020
Sjálfsafgreiðsla í búðum
Sá sem á patentið á þig sá ég einhvers staðar nýlega og var þá verið að ræða sjálfvirknivæðingu. Já, það er áhyggjuefni ef sjálfvirknivæðing og tækniframfarir gera nokkra einstaklinga ofurríka og aðra að hálfgerðum beiningamönnum. En það er ekki tækninnar sjálfrar að koma í veg fyrir það.
Fólk hefur áhyggjur af að starfsfólk, t.d. í verslunum, missi vinnuna við sjálfvirknivæðinguna og strengir þess dýra eiða að versla aldrei við vélina, a.m.k. ekki fyrr en vöruverð verður lækkað. Það er skiljanleg krafa að verðmyndun hangi saman við kostnað við að afla vörunnar og selja hana.
Ég greiði sjálf reikninga í heimabankanum og millifæri til annarra eftir atvikum. Tek ég þá ekki starf af fólkinu sem afgreiddi mig í bankanum áður? Ég veit ekki hvað skal segja um það en ég vil svo sannarlega ekki fara til baka.
Ég er ekki alin upp við handþvott en geri mér grein fyrir að þvottavélin auðveldar mér þrifin. Ég kann að meta öll þau ósköp sem gervigreind, fjórða iðnbyltingin og almennar tækniframfarir hafa fært mér en vitaskuld finnst mér ósanngjarnt að örfáir maki krókinn og að allur almenningur sitji eftir með lúsarlaun.
Þurfum við að óttast það? Væri ekki ráð að skattleggja vélmennin og borga borgaralaun með þeim peningum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. desember 2020
Tjörublæðingar
Vegagerðin á að vita betur. Ég las Facebook-færsluna hjá Marín í gærkvöldi og var brugðið. Meintur sparnaður Vegagerðarinnar kemur fram í kostnaði annars staðar, bæði fjárhagslegum og í mannslífum. Ég þekkti líka manninn sem lést í bifhjólaslysinu í sumar og við vitum að fúsk í þessum efnum er lífshættulegt.
Ætlar Vegagerðin að humma áfram?
![]() |
Með hálfan þjóðveginn á dekkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. desember 2020
Töframaður í mars, rekinn í nóvember
Siðblindir menn þyrla ryki í kringum sig. Gummi bróðir er í þeim hópi. Þú gætir næst verið á listanum og látið blekkjast af fagurgalanum í honum þannig að vertu á verði. Kannski selur hann þér bók á 150.000 kr. og þú sérð ekki fyrr en viku síðar að hún er án innihalds. Eða kannski býður hann þér dáleiðslu og þú rankar við þér með tóma vasa og óbragð í munninum.
Varastu Guðmund Svövuson, áður Steinsson. Við erum svo dugleg að þegja þegar við skömmumst okkar fyrir að hafa látið blekkjast en ég sætti mig ekki við þögnina og þöggunina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. desember 2020
Dómur fyrir misneytingu fjár (fjölskyldutengsl)
Heilt yfir trúi ég því að ég búi í réttarríki þar sem fólk virðir samfélagssáttmála. Mér finnst dómur í vikunni styrkja þá skoðun.
Frænka á fimmtugsaldri plataði peninga út úr frænku á áttræðisaldri. Einbeittur brotavilji.
Samkvæmt dómnum sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra greiðist að öðru leyti tilfallandi sakarkostnaður vegna málsins úr ríkissjóði. Mér finnst reyndar að yngri frænkan ætti að borga hann líka.
Ég get ekki borið fyrir mig almenna einfeldni og fákunnáttu gagnvart bróður mínum, fjárglæpamanninum, en hann spilaði á fjölskyldukærleik minn og blinduna sem fjölskyldukærleikurinn olli. Ég er auðvitað búin að læra mína lexíu og þar með að vantreysta fólki en hann gengur um bísperrtur, búinn að sólunda annarra manna sjálfsaflafé, og allt er alltaf öðrum að kenna.
Þið þekkið týpuna.
Og hegðun hans kemur niður á dætrum hans og dóttursyni. Honum er alveg sama af því að allt er alltaf öðrum að kenna.
Og, já, ég fjalla ekki bara um hann hér heldur reyni að hafa beint samband við hann. Hann vill bara ekki tala við mig ... af því að þetta er ekki honum að kenna frekar en hrunið.
Þið þekkið týpuna sem er aldrei neitt að kenna. Það er allt hinum að kenna. Og nú er Gummi Steins farinn að skrifa sig Svövuson og mín ágiskun er að hann sé að reyna að fela slóð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. desember 2020
Stjarfi, mænusótt, kúabóla
Ég á heilsufarsbók frá árdögum ævi minnar og þar kemur fram að ég hafi verið bólusett fyrir barnaveiki, kíkhósta (svo), stjarfa, mænusótt og kúabólu. Ég veit ekki hvort það er því að þakka en mér hefur varla orðið misdægurt um mína daga.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. desember 2020
Þið munið hann Guðmund 2
Guðmundur, bróðir minn, sem svindlar sér í gegnum lífið og lætur aðra borga fyrir sig er hættur að kenna sig við pabba okkar og er búinn að skrá sig Svövuson. Þið varið ykkur þá á Guðmundi Svövusyni og þurfið hvorki að rugla honum saman við leikskáld né fótboltakappa. Ég veit ekki hvað hann á sökótt við pabba en það hlýtur að vera eitthvað vegna þess að fólk sem kennir sig aðeins við móður er yfirleitt meðvitað að skera á öll tengsl við föður. Er það ekki?
Í marga áratugi skráði hann sig óformlega Guðmund S. Steinsson og S. stóð þá einmitt fyrir Svövuson. Hann er á flótta undan einhverju eða einhverjum en þekkist auðvitað betur úr hópnum með þessari nýju breytingu.
Hann er að reyna að koma sér undan að borga mér skuld sem hann hefur viðurkennt en er ekki þinglýst og hann hefur hlunnfarið mjög marga sem hann hefur átt í einhverjum samskiptum við um dagana. Mest sjálfsagt mömmu og pabba en líka m.a. bændur sem áttu viðskipti við hann í Víðigerði fyrir nokkrum árum. Hann skilur eftir sig sviðna slóð og mér í mun að fólk vari sig á honum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)