Kirkjan vs heilbrigðiskerfið

Hefur kirkjan sem stofnun einhvern tímann talað um að hún hafi ekki nægt fé til að reka sig, halda við húsum og borga þjónunum laun?

Hefur Landspítalinn sem stofnun einhvern tímann talað um að hann hefði ekki nægt rekstrarfé?

Við vitum svörin.

Hversu margir þurfandi hafa ekki fengið þjónustu hjá kirkjunni?

Hversu margir þurfandi hafa þurft að bíða lengi eftir þjónustu lækna eða annars hjúkrunarfólks?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að kirkjan á að virka að þá þarf hún að vera með eitthvert SKRIFLEGT MARKMIÐ uppi á vegg hjá sér, brjóta oftar upp sínar heðfbundnu sérmóníur og bjóða upp á skoðanaskipti inni í kirkjunni þar sem að verið er að keppast við að svara einhverjum spurningum um lífsgátuna.

Þjóðkirkjan er að gera margt jákvætt á sínum vettvangi en ef að hún vil trekkja mig að; að  þá þyrfti að vera einhver spurning í loftinu í öllum messu-auglýsingum sem að þjóðkirkjan lætur frá sér eins og er hjá öllum fyrirlesurum sem að halda fyrirlestra.

Jón Þórhallsson, 6.1.2018 kl. 12:50

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Berglind, kirkjan hefur oft talað um þetta, t.d. í greinum frá sr. Gísla Jónassyni prófasti í Reykjavíkog í viðtölum við hann o.fl. Þjóðkirkjan neyddist til að fækka starfsfólki sínu í mikilvægum þjónustustörfum vegna vanefnda ríkisvaldsins að skila henni tilætluðum sóknargjöldum, sem fara eiga einmitt til þessa starfsfólks og til rekstrar kirkjuhúsa og safnaðaheimila. 

Ég hélt þú værir þó aðeins skár upplýst en þetta!

Jón Valur Jensson, 6.1.2018 kl. 13:23

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Berglind

Tek undir með Jóni Vali. Taktu eftir að ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans skar niður með fullkomlega ólögmætum hætti, nærri því helming sóknargjalda allra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem það með lögum tók að sér að innheimta fyrir trúfélögn. Svo rammt kvað að þessu að sóknargjöld skiluðu sér ekki nema rétt rúmlega helmingur þeirra sem áttu að skila sér. Þú getur rétt ímyndað þér að það bitni á þjónustunni, þrátt fyrir að Þjóðkirkjusöfnuðurnir og prestar þeirra reyndu að láta það ekki bitna á þeim sem þurfandi voru og áttu bágt um og eftir hrun, en við slíkar aðstæður eins og alþjóðlegt bankahrun (sem sagt er að Davíð beri nánast einn manna ábyrgð á) þá er einmitt nauðsynlegt að félög eins og Þjóðkirkjan séu ekki rænd með svo ósvífnum hætti, þannig að þau geti ekki stutt við þurfandi í sóknum sínum eins og hefur verið gert alla tíð. Taktu dæmi ef að momentum tekur að sér að innheimta fyrir til dæmis Landsbjörgu en skilaði síðan einungs 52-57% af upphæðinni sem innheimt er, og Landsbjörg getur ekki sent jeppana með björgunarmönnunum til að bjarga fólki sem lenti í hrakningu og slysum á fjöllum því það er ekki fé til þess að kaupa bensín á bílana og bæta við í björgunarbúnaði sem slitnar. Innheimtufyrirtækið segir bar við Landsbjörg: "Það varð hrun!!!" og þar með á Landsbjörg bara að dæsa og segja já satt, við verðum bara að leggja 43-47% af tekjum okkar í það að bjarga Sjóvá og sparisjóðavinum jarðfræðinemans og fleiri slíkum bágstöddum. Við verðum að vona að þeir slösuðu á fjallinu nái að skríða af sjálfsdáðum til byggða, eða óvart eigi miskunnsami samverjinnn leið um slysstaðinn og hjálpi til Stjórnendur slíks innheimtufyrirtækis sem stæli 43-47% af því sem þeir taka að sér að innheimta yrðu setti á Litla Hraun eins og aðrir þjófar. En hvar er flufreyjan og jarðfræðineminn núna? Ekki á meðal hinna þjófanna á Hrauninu!

Nei Þjóðkirkjan sinnir spítalaþjónustu með meiri sóma en hægt er að ætlast til af henni, enda hvergi ætlast til neins af henni , heldur leggur hún þetta til þar sem þörfin fyri því er brýn. Þar starfa sjúkrahúsprestar árið um kring og sinna sálgæslu í viðtölum við þá sem þar eiga bágt, aðstandendur sem sjúklingar. Ekki er tekin króna fyrir það, eins og er þegar slikir leita til sálfræðinga eða geðlækna spítalans, þá þarf að greiða fyrir. Ekki fer neinum sögum af félögum í vantru.is, Ásatrúarsööfnuðinum, múslimasöfnuðunum, Siðmennt og fleirum með slíka þjónustu, hvorki ókeypis né fyrir vægt gjald.

Þá hafa Þjóðkirkjusóknir aðstoðað þá með fjármunum sem hafa ekki átt fyrir mat og öðrum nauðsynjum seinni hluta mánarins og leyst slíka út með fé til að kaupa nauðsynjar handa heimilisfólkinu. Ég veit um mörg dæmi þess þegar hrunið stóð yfir og árin á eftir að sjóðir kirkjunnar voru snöggir að tæmast, enda búið að fara ránshendi um sóknargjöldin sem fyrr segir, og prestar tóku iðulega af sínum eigin launum þegar ekkjan með þrjú ung börn og aðrir slíkir komu grátbólgnir að biðja sér aðstoðar. Ekki fer heldur neinum sögum af þeim trú- og lífsskoðunarfélögum sem fyrr voru nefnd, að aðstoða á þennan veg. 

Ég segi nú eins og Jón Valur og rtek undir með hoonum: "Ég hélt þú værir skár upplýst en þetta!" sérstaklega efir fyrri skrif um Þjóðkirkjuna á síðu þinni undanfarna daga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.1.2018 kl. 14:32

4 identicon

Kirkjan vs heilbrigðiskerfið. Kemur eftir umræðuna flóttamenn vs aldraðir. Og mætti þá halda áfram með bændur vs atvinnulausir, einstæðar mæður vs fatlaðir og niðurgreiddir leikskólar vs fólk sem býr á götunni. Eins mætti þá taka stofnanir, jafnréttisstofa vs landsbyggðarsjúkrahús og bankaeftirlitið vs lögreglan. Það er nokkuð augljóst eftir þessa upptalningu að auðvelt er að halda henni áfram og að margir eru óverðugir fjárframlaga. Er það virkilega þannig sem þú vilt að framlög séu ákvörðuð?

Gústi (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 04:07

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, ég var bara að skemmta skrattanum.

Hins vegar gefur kirkjan sig út fyrir að laga sumt af því sem hjúkrunarfólk getur lagað og sá tími kemur í lífi sérhvers manns að hann þarf á heilbrigðisþjónustu að halda.

Berglind Steinsdóttir, 7.1.2018 kl. 11:11

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef allir færu eftir boðskap kirkjunnar, þar með talið kirkjan sjálf, þá þyrfti ekkert heilbrigðiskerfi.

Og hann sagði: "Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins Guðs þíns og gjörir það, sem rétt er fyrir honum, gefur gaum boðorðum hans og heldur allar skipanir hans, þá vil ég engan þann sjúkdóm á þig leggja, sem ég lagði á Egypta, því ég er Drottinn, græðari þinn."- 2. Mós. 15:6

Lofa þú Drottin, sála mín,

og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,

2 lofa þú Drottin, sála mín,

og gleym eigi neinum velgjörðum hans.

3 Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,

læknar öll þín mein,

4 leysir líf þitt frá gröfinni,

krýnir þig náð og miskunn.

5 Hann mettar þig gæðum,

þú yngist upp sem örninn.

- Davíðssálmur 107:1-5

Theódór Norðkvist, 7.1.2018 kl. 12:50

7 identicon

"Hins vegar.." gerir það ómarktækt sem þú sagðir í setningunni á undan. Þannig að sé þér svona annt um heilbrigðiskerfið, og vilt endilega nota svona samanburði, þá ættum við að leggja niður jafnréttisstofu. Sá tími kemur í lífi sérhvers manns að hann þarf á heilbrigðisþjónustu að halda, en hvenær skapast hjá okkur brýn þörf fyrir jafnréttisstofu? Stuðningur þinn við það er sjálfgefinn, miðað við skrif þín. Síðan má skoða framlög til Stígamóta og kvennaathvarfa, sem þjónusta frekar fámennan hóp meðan fjöldi líður skort.

Þú ert sjálfsagt góðum gáfum gædd. En hins vegar....

Gústi (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 23:37

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er ekki að bera saman epli og appelsínur. Unnendur kirkjunnar telja henni til tekna sálgæslu -- ókeypis sáluhjálp -- sem fólk þarf að borga fyrir annars staðar. Það væri leikur einn að bjóða ókeypis aðstoð gegn rosalegri leigu af landi sem enginn getur sannað að kirkjan hafi eignast fyrir eigin verðleika.

Og er ekki dásamlegt að nú ætlar Siðmennt (eða var það Vantrú?) að bjóða upp á áfallahjálp af sama taginu?

Mín vegna má vel skoða Jafnréttisstofu, Fiskistofu og Fjármálaeftirlitið. Ertu með konkret tillögur?

Berglind Steinsdóttir, 8.1.2018 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband