RÚV vs einkareknir fjölmiðlar

Er ekki undarlegt að einn fjölmiðill, þótt góður sé og ég hlusta mikið á, fái árlega marga milljarða á fjárlögum OG sé á auglýsingamarkaði? Ég veit að heilbrigð samkeppni á erfitt uppdráttar á Íslandi vegna fámennis en ég efast um að látið hafi verið reyna á. Nú stíg ég sjálfsagt í spínatið af því að ég veit ekki um laun allra, viðhaldskostnað allra tækja, rekstrarkostnað húsnæðis o.s.frv. en ef fjölmiðlun á að vera frjáls, þ.m.t. blaðaútgáfa, verða miðlarnir að sitja við sama borð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að sjálfsögðu að taka upp afnotagjöld þeirra sem nota RÚV ( myndlykil). Varðandi síðustu færslu þínu um þjóðkirkjuna vs. heilbrigðiskerfið þá er heilbrigðiskerfið allra en kirkjan ekki ( einubgis 68% landsmanna). Það er eðlilegast að þessi 68% meðlima þjóðkirkjunnar greiði allan kosnað við hana þarmeð talinn launakosnað og innheimtukosnað sóknargjalda . Það á hver og einn að borga fyrir sína þjónustu en að sjálfsögðu á að undirskilja heilbrigðis og velferðarkerfið .

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 12:08

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað á ekki að þvinga fólk að greiða gjald til RÚV, heldur eiga allir fjölmiðlarnir að fá sínar tekjur af auglýsingamarkaði og ef fólk vill gefa einhverjum fjölmiðli eitthvað fé, þá er það bara gott mál.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.1.2018 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband