Fjórfaldur launamunur?

Væri hægt að ákveða að mesti munur á launum væri eitthvað ákveðið, t.d. fjórfaldur? Ef lægstu laun væru 300.000 kr. væru hæstu laun 1.200.000 kr? Að minnsta kosti hjá hinu opinbera?

Og svo kannski að borga forstjórum olíufyrirtækja eðlileg laun? Hvaða flóknu ákvarðanir tekur Eggert Þór Kristófersson? Lifir hann í samkeppnisumhverfi? Ekki hef ég tekið eftir því. Bensínverð er alls staðar það sama eða svo gott sem. Hvaða þjónustustig ákveður hann sem er svo íþyngjandi sálu hans og ábyrgð sem réttlætir laun sem eru ekki þessa heims?

Ég er ekki beisk. Alltaf þegar ég skrifa eitthvað svona gjammar hér einhver ókunnugur eins og málið snúist um mig. Það snýst um þjónustuna og vinnuálag þessa forstjóra og það snýst um það að vinna láglaunastétta er ekki metin sem vert væri.

Ég vildi óska þess að ég hefði verslað við N1 og helst að ég væri stórnotandi á svona stundum. En ég get ekki hætt að versla við N1. Djö.

En svo er auðvitað spurning hvenær á daginn kemur að hinir olíufurstarnir maka líka sína króka. Sjálftökustéttirnar eru dálítið óþolandi. Og í hverra skjóli eru þær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband