Saga Ástu

Ég á aldrei eftir að þora að lesa Himnaríki og helvíti aftur, svo mögnuð fannst mér sagan vera og er logandi hrædd um að ég yrði fyrir vonbrigðum í næsta skipti. Hins vegar hef ég ekki alltaf verið hrifin af bókum Jóns enda á ekki að vera neitt garantí í þeim efnum.

Fyrstu 40 síðurnar í Sögu Ástu hugsaði ég líka ítrekað um að leggja hana frá mér. Hún er stórt púsluspil og það er þreytandi að sjá hvorki andlitsdrætti né landslag úr bitunum. Síðan komst skriður á söguna og þegar ég náði að tengja við Jóhönnu Þráinsdóttur og Ara Jósefsson opnuðust enn fleiri gáttir og ég varð yfirkomin af sögu þeirra og fleiri til sem voru til án þess að vera skilyrðislausar fyrirmyndir sögupersónanna.

Ég vildi bara að einhver hefði sagt mér að glósa þegar ég byrjaði á bókinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband