Velferðarsamfélag?

Kannski hefnist mér fyrir að segja þetta upphátt en í gærkvöldi sendi ég Hrafnistu langt kvörtunarbréf út af elsku pabba sem er þar búsettur hálfósjálfbjarga, m.a. vegna þess að hann datt þar í júní í fyrra og var lærbrotinn í fjóra daga áður en læknar tóku mark á honum og sendu hann í myndatöku og aðgerð. Ég kom til hans alla þá daga og stumraði yfir honum en vefengdi ekki faglegt mat. Ég er aðeins að læra af reynslunni.

Við systur förum til pabba 10-12 sinnum í viku þegar við erum báðar á landinu en samt er stórt bil að brúa í félagsþörfinni. Eina umönnunin sem hann fær er líkamleg, matur, lyf og salernisferðir, og ég er alltaf að undra mig á velferðarsamfélaginu, ekki síst eftir að mamma veslaðist upp af næringarleysi í fyrra. Við systkinin vorum ekki nógu aðgangshörð við heilbrigðiskerfið eftir að hún fékk blóðtappa í hálsinn.

Í dag fékk heilbrigðisráðherra langt opið bréf í blöðunum vegna einhverfrar stúlku sem fær ekki lögboðna kennslu.

Það eru margir sem hafa sig ekki í að gagnrýna upphátt þannig að ég veit að alltof margir lenda á milli stóru möskvanna í velferðarnetinu. 

En Hrafnista lofaði að boða mig á fund með umboðsmanni aðstandenda og ég bíð bara spennt við símann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband