Forgengileiki lífsins

Auðvitað eru margir búnir að uppgötva að lífið er tilgangslaust. Við fæðumst og deyjum og svo er bara spurning um hversu gaman við getum haft þar á milli. En nú eru mamma mín og pabbi dáin með stuttu millibili, gamalt fólk en kjölfestan mín í lífinu, og þótt þau hafi samt ekki verið þungamiðjan í öllu sem ég gerði á fullorðinsárunum finn ég svo sterkt að þeim gengnum að lífið er óendanlega forgengilegt. Enginn var tengdari þeim en við systkinin en samt eru þau komin í þoku. Ég sakna þeirra mikið og fæ af og til skelfilegar gráthviður, líka stundum þegar ég hugsa um að þau hefðu getað gert meira sér til skemmtunar. Lífið heldur samt áfram án þeirra, hégómlegt og tímabundið en sem betur fer oft skemmtilegt svo ég endi ekki færsluna í tómu svartnætti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband