Þangað vill fé sem fé er fyrir

Ég hélt að textinn í fyrirsögninni væri málsháttur úr Íslendingasögunum en svo er víst ekki. Ég finn þessa tilvitnun í einni minningargrein og hún er öfugmæli þannig að hún passar enn betur en ég ætlaði mér.

Ég er ekki öllum stundum að hugsa um bróður minn sem fékk lánaðan hjá mér haug af peningum árið 2008 eða 2009 og ætlar ekki að endurgreiða mér þótt hann geti það núna en mér varð hugsað til hans í gærkvöldi þegar ég var gestkomandi í húsi þar sem var sjónvarp. Já, nei, ekki alveg svona einfalt, auðvitað eru alls staðar sjónvörp en við þetta sjónvarp var Apple TV og aðgengi að Netflix. Ókei, já, ég veit að það er frekar algengt. Ég eignaðist líka Apple TV fyrir nokkrum árum og GAF þessum bróður mínum það af einhverri vangá og ég gaf honum líka Garmin-hlaupaúr af því að ég fékk tvö í stórafmælisgjöf ... og ég vorkenndi honum alltaf svo óskaplega mikið fyrir að eiga aldrei pening og geta aldrei keypt sér úr og svona.

Dæs, hvað ég var mikill vitleysingur. „Þangað vill fé sem fé er fyrir.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband