Já, takk við sem mestri sjálfsafgreiðslu

Ég kinka hér með kolli til Flugleiða (og Antons) því að öll svona flýtiþjónusta styttir ferðatímann og gerir léttbærari þann hluta ferðalagsins sem er leiðinlegur. Þær eru ófáar, hinar minniháttar rimmur sem ég hef háð við ferðafélaga um brottfararstund vegna flugs.

Svo er líka mikil spenna fólgin í því, sem hefur reyndar tíðkast um hríð, að geta valið sér sæti, reynt að sirka út hvar fer best um mann. Ég flaug þrisvar núna um helgina og í öll skiptin skráði ég mig með bókunarnúmeri í sjálfsafgreiðsluvél á vellinum - í framtíðinni get ég gert það við borðstofuborðið.

Húrra.


mbl.is Flugfélög bjóða upp á netinnritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er alve frábærar fréttir. Er eimitt búinn að bóka 2 flug líka. Fræbært hjá Flugleiðum.

kristjan (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Hermann Bjarnason

Já, lítið er lítils manns gaman Takk fyrir síðast!

Hermann Bjarnason, 9.3.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Herbie - ertu alltaf andstyggilegur ...? Ég var m.a.s. enn með þig í huga þegar ég kom heim, setti tengil á ólesna bók með tilvísun í þig.

Berglind Steinsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Hermann Bjarnason

Fyrirgefðu, en stóðst það bara ekki. En það er gott að geta verið búinn að tjekka sig inn. En ef þú vilt láta fara vel um þig ættir þú bara að fá þér einkaþotu, þá getur þú fengið þér kampavín fyrir matinn og hent nautasteikinni í kokkinn.

Hermann Bjarnason, 10.3.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ókei, lítið er lítils manns gaman þá, ég geri ekki sömu kröfur og fyrirmenni Spaugstofunnar, ræræræ. Einn fluglegginn um helgina sat ég einmitt beint fyrir aftan Saga Class og híaði í huga mér á gaurana sem sátu þar í makindum sínum. Þar byrjar hégóminn.

Berglind Steinsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband